Þórarinn segir foreldra á Íslandi og íþróttafélög vera að gera mistök með þessu – „Fyrir fram afsakanir, krakkanum vegnar verr og verr“

by No_nukes_at_all

11 comments
  1. þykist vita að hérna er mikið af tölvuleikjaspilurum, forvitinn hvað ykkur finnst um þessa pælingu hans Tóta ekki-Tölvukalls. ?

  2. Held að hann sé að skeyta saman tveimur hlutum. Það að etja einhverja tölvuleikja af kappi er bara besta mál að mínu mati, og það er alveg hægt að gera það án þess að vera tölvuleikjafíkill. Hvort það sé kallað “íþrótt” eða ekki skiptir mig litlu máli svo sem.

    Held það sé rétt hjá honum að allt of margir foreldrar taki tölvuleikjafíkn barna sinna alls ekki nógu alvarlega, og að það sé mikið um það sem hann kallar “fyrir fram afsakanir”, en ég held að það eitt að vera með rafíþróttadeild sé ekki þess valdandi, eða einu sinni að gera vandamálið verra.

  3. Ég spyr nú bara hver þessi trúður sé.

    En þessi heimskulega “pæling” hans dæmir sig sjálf, að flokka alla þá sem spila og keppa í rafíþróttum sem “spilafílka” segir allt sem segja þarf um þennan trúð.
    Auðvitað eru aðilar sem eru í rafíþróttum og fela spilafíkn á bakvið það, en að reyna draga þetta niður og alhæfa svona er bara bull.

    Hann ætti nú að líta í aðrar íþróttagreinar. Mörg börn eru undir miklu álagi, andlega og líkamlega, þegar kemur að æfingum og keppnum. Þjálfarar og foreldrar setja óeðlilega mikla pressu á árangur.

    Ætli hann flokki ekki skák sem “ekki íþrótt” líka.

  4. Sko vandamálið er að foreldrar eru ekki að skapa neinn ramma í kringum skjánotkun og aðra tómstund og afþreyingu.

    Líka vandamál sem ég hef séð hjá yngri frændum mínum að tölvunotkun og rútínuleysi er að valda því að þeir hætti í tómstundum.

  5. Er mikill spilari sjálfur en er svo sem sammála því að koma fram við rafíþróttir eins og alvöru íþróttir er ekki alveg málið.

  6. Einn daginn munum við eiga fullorðins samræður af ábyrgð um fíkn og dópamím; en það verður að öllum líkindum ekki fyrir tilstillan hans Þórarinns eða annara “áhrifavalda” sem ég hef aldrei heyrt um fyrr en DV veitir þeim athygli.

    Spurningin um hvað sé íþrótt, og hvað er list, getur verið mjög áhugaverð í samhengi við tölvuleiki. Sem dæmi um áhugaverðar umræður á þessu svæði ætla ég að deila [podcast samtali við Thi Nguyen](https://www.youtube.com/watch?v=H0EhjQDHaAw) þar sem hann ræðir um leiki, list, og lífið og (að mig minnir) hvernig leikir sumra eru vinna annara, ef ekki þjáning, og hvernig það getur verið.

  7. Eru vandamál í kringum rafíþróttir? Já, eins og í öllum „nýlegum“ íþróttum eru vaxtaverkir.
    Þýðir það að þessi maður viti hvað er hann er að tala um? Nei, svo sannarlega ekki.

  8. Hef enga sérstaka skoðun á þessu, en ég þoli ekki þessa grifters sem setja viljandi inn klippur af sér að segja eitthvað umdeilt í von um að þú borgir fyrir að hlusta á munnræpuna þeirra. Mér er sama hvort það er femínistarembingur eða wannabe Joe Rogan karlremba. Þegar þetta snýst um að selja umræðuna hef ég enga trú á því að það séu heilindi á bakvið það.

  9. Auðvitað er fullt af foreldrum sem fara ansi frjálsleg með skjátíma, en það er ekkert nýtt af nálinni. Maður hékk í tölvunni hér í den án þess að afreka nokkurn skapaðan hlut, bara gott og blessað að krakkarnir í dag séu að hanga í tölvunni í skipulögðu félagsstarfi. Eins er það að vera hluti af íþróttaliði virkilega þroskandi, óháð því hvort maður sé móður eða ekki.

  10. Skiptir mestu máli að börnin séu að fara út og hitta önnur börn og þróa með sér félagsfærni.

    Skiptir ekki öllu máli hvort þau séu í fótbolta, tölvuleikjum eða að gera dyraat.

    Sömuleiðis myndi ég hafa áhyggjur af barni sem hengur eitt allan daginn að æfa sig í fótbolta.

  11. En snýst þetta ekki um að taka þennan áhuga og beisla hann í hollari átt og nýta tölvuleikjaspilunina til að æfa aga, félagsfærni, setja sér markmið og væntingar?

    Það er mikill munur í því að sitja og spila WoW í 12 tíma étandi núðlur á meðan Pabbi og Mamma fara í helgarferð til Parísar og að hittast félagarnir í Arena þar sem lögð er áhersla á nætursvefn til að halda fókus og passa upp á næringu. Börnin eru að fara að spila þessa leiki hvort sem er, um að gera að reyna að mála það jákvæðum litum.

Leave a Reply