Sú fullyrðing að það sé mun seinlegra að þétta byggð heldur en að byggja ný hverfi frá grunni stenst ekki skoðun. Þéttingarstefnan hefur leitt til mesta uppbyggingartímabils í sögu borgarinnar.

Tölurnar sýna þriggja ára meðaltal fullgerðra íbúða, samkvæmt gögnum byggingarfulltrúans í Reykjavík.

Fullyrðingar um að of mikil þétting hafi átt sér stað í Reykjavík standast heldur ekki skoðun. Það eru margir ávinningar við að þétta byggð: hverfisverslanir, minni akstur þar sem þjónusta er í göngufæri, minni umferð, styttri vegalengdir, minni mengun og hávaði, betra samfélag og lægri kostnaður. Það er miklu ódýrara að þétta byggð en að byggja á nýjum svæðum. Auk þess er þéttingarstefnan hönnuð með Borgarlínuna (BRT-netið) í huga. Að brjóta nýtt land eykur aðeins umferðarþunga og skapar fleiri framtíðarvandamál.

Flokkar eins og Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og sósíalistarnir, sem tala gegn þéttingastefnu og betri almenningssamgöngum eins og BRT-kerfinu, skortir framtíðarsýn og fyrirhyggju til að leysa vandann. Þeir leggja áherslu á að byggja á nýjum svæðum og brjóta upp nýtt land, sem er bæði dýrara og tímafrekara, eykur en meira á umferð og veldur enn meiri vandamálum fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Mér finnst þessir flokkar einnig oft nota þéttingarstefnuna sem blóraböggul og eru á villigötum þegar kemur að þessari umræðu.

Hin raunverulegi vandi húsnæðismála er sá að eignafólk og fjárfestar kaupa íbúðir til að hagnast á örvæntingu leigjenda. Heimildin birti grein um þetta í fyrra, þar sem fjallað var um að meirihluti nýrra íbúða endi í höndum fjárfesta. Einnig þarf að gera Airbnb sjálfbærara. Ég myndi vilja sjá aðgerðir sem takmarka uppkaup fjárfesta og eignafólks á fleiri en einni íbúð til að hagnast á örvæntingu leigjanda.

by numix90

6 comments
  1. Mér finnst það bara svo steikt, að nú er einmitt þétting byggðar, og verið að taka bílastæði frá ofl. En á sama tíma er verið að minnka almeningssamgöngur? allavegana þegar það kemur að strætó. Ég átta mig ekkert á því hvers vegna það er gert á sama tíma að þétting byggðar sé í gangi. ég átta mig á því að Borgarlínan muni hjálpa til, sem mér finnst bara flottasta hugmynd, en það á einhvernveginn að koma 15 ár eftir þétting byggðar?

  2. Nú er ég algjörlega sammála þéttingu byggðar enn ég get ekki séð að það sé hægt að fá út eitthvað orsakasamhengi útúr þessari mynd, annað enn að það var ekkert byggt eftir hrun. Fjölgun nýbygginga er líkleg til að vera skírð með skorti frekar enn ákveðinni stefnu. 

  3. Eitt í þessari umræðu um þéttingu sem böggar mig og fólk má alveg leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál. Hverfisverslanir.
    Eru þær til? Eru þetta ekki bara Krambúðarsjoppur sem eru miklu dýrari en allt annað?

    Mín upplifun er sú að fólk vill bara fara í næstu Krónu eða Bónus verslun og versla þar. Krónan eða Bónus eru ekkert að fara að rusla upp einhverjum litlum hverfisbúðum hér og þar.

    Ég hef oft keyrt í gegnum vogahverfið nýja og það virðist ekki vera nein þjónusta eða verslun þar nema jú það sem er í Holtagörðum en það er ekki held ég það sem er átt við í þessu. Sama með Valshlíðina, síðast þegar ég vissi var ekkert þar.

    Annars, er ekki hægt að gera bæði, þétta byggð og byggja út fyrir, og bæði gert með það í huga að almennigssamgöngur virki á báða vegu?

  4. Óttalegt rugl er þetta. Heldurðu að staðan á leigumarkaðnum sé eitthvað betri? Skoðaðu leigugrúppurnar á facebook – það er slegist um hverja einustu íbúð. Þetta snýst um framboð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

    Vandamálið er að það hefur ekki verið byggt nóg af húsnæði sem fyrstu kaupendur ráða við að kaupa. Þéttingarreitirnir eru dýrir, íbúðirnar eru dýrar sem veldur því að fyrstu kaupendur hafa ekki efni á þeim. Það var póstur um þetta mál um daginn – fullt af óseldum íbúðum á þéttingarreitum.

Leave a Reply